Handbolti

Mikilvægur sigur hjá Bittenfeld en jafnt hjá Düsseldorf

Arnór og Árni gátu leyft sér að fagna í kvöld.
Arnór og Árni gátu leyft sér að fagna í kvöld.
Arnór Þór Gunnarsson fór mikinn í liði Bittenfeld í kvöld er það vann afar mikilvægan sigur, 27-30, á útivelli gegn Saarlouis. Arnór var markahæstur á vellinum með átta mörk en þar af komu sjö úr vítum. Arnór nýtti öll sjö vítaköstin sem hann tók. Árni Þór Sigtryggsson skoraði eitt mark fyrir Bittenfeld.

Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk, þarf af tvö úr vítum, er Düsseldorf varð að sætta sig við jafntefli, 22-22, gegn Eisenach á útivelli. Düsseldorf var með leikinn í höndum sér en Eisenach kom til baka og náði í eitt stig.

Düsseldorf er enn í fallsæti eftir leikinn. Bittenfeld var rétt fyrir ofan liðið í fallsætunum fyrir leiki kvöldsins en tókst aðeins að slíta sig frá fallsætunum með sigri kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×