Horner segir að sigurinn muni auka sjálfstraust Webber 28. nóvember 2011 22:00 Sebastian Vettel og Mark Webber fagna hvor öðrum eftir að þeir komu í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í gær. MYND: Getty Images/Paul Gilham Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna. „Mér finnst frábært að Webber vann mót. Ég held að það hefði verið mjög, mjög erfitt fyrir hann að fara inn í veturinn, eftir að Vettel hefur unnið ellefu mót og ef hann hefði ekkert mót unnið," sagði Horner í frétt á autosport.com um mál Webber. Horner vill meina að það hafi verið gott fyrir Webber að vinna lokamótið og að það væri gott veganesti inn í veturinn, þegar hann færi yfir liðið keppnistímabil. Vettel náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku á árinu og aðrir ökumenn stóðust honum ekki snúning í kapphlaupinu um meistaratitilinn. Webber ók samskonar bíl og Vettel með Red Bull liðinu, en það dugði ekki til. „Hann (Webber) hefur verið að keppa gegn liðsfélaga í einstæðu formi sem hefur starfað á háu plani og sigurinn mun auka sjálfstraust hans. Þetta er fyrsti sigur hans síðan í Ungverjalandi í fyrra og hann er þriðji í stigamótinu. Vonandi fer hann inn í veturinn, slakar á, endurhleður batteríin og kemur öflugri til baka 2012," sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna. „Mér finnst frábært að Webber vann mót. Ég held að það hefði verið mjög, mjög erfitt fyrir hann að fara inn í veturinn, eftir að Vettel hefur unnið ellefu mót og ef hann hefði ekkert mót unnið," sagði Horner í frétt á autosport.com um mál Webber. Horner vill meina að það hafi verið gott fyrir Webber að vinna lokamótið og að það væri gott veganesti inn í veturinn, þegar hann færi yfir liðið keppnistímabil. Vettel náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku á árinu og aðrir ökumenn stóðust honum ekki snúning í kapphlaupinu um meistaratitilinn. Webber ók samskonar bíl og Vettel með Red Bull liðinu, en það dugði ekki til. „Hann (Webber) hefur verið að keppa gegn liðsfélaga í einstæðu formi sem hefur starfað á háu plani og sigurinn mun auka sjálfstraust hans. Þetta er fyrsti sigur hans síðan í Ungverjalandi í fyrra og hann er þriðji í stigamótinu. Vonandi fer hann inn í veturinn, slakar á, endurhleður batteríin og kemur öflugri til baka 2012," sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira