Viðskipti innlent

Fjármálaráðherrar ESB funda í Brussell

Fjármálaráðherrar ríkja á evrusvæðinu hafa ákveðið að hittast formlega til þess að ræða hvernig björgunarsjóður Evrópusambandsins verður notaður til þess að stemma stigu við skuldavanda ríkja í Evrópu. Fundurinn mun fara fram í Brussell, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Leiðtogar ríkja ESB hafa þegar samþykkt að stækka sjóðinn úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða evra. Útfærsla á því hvernig sjóðurinn verður nýttur liggur ekki fyrir endanlega, þó við blasi að sjóðurinn muni aðstoða ríki við að lækka skuldir og endurfjármagna á betri vaxtakjörum en bjóðast á markaði.

Vaxtaálag á verst stöddu ríki Evrópu eru nú svo gott sem óbærileg. Til dæmi hefur skuldabréfaútgáfa Ítalíu gengið illa undanfarnar vikur og hefur landið þurft að sætta sig við yfir sjö prósentustiga vaxtaálag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×