Erlent

Afskræmd eftir lýtaaðgerð í Miami

Rajee Narinesingh segist hafa leitað til Morris einfaldlega vegna þess að hún hafi verið ódýrust.
Rajee Narinesingh segist hafa leitað til Morris einfaldlega vegna þess að hún hafi verið ódýrust. mynd/CBS MIAMI
Meint fórnarlamb konunnar sem stundaði lýtalækningar án leyfis í Miami hefur stigið fram og lýst reynslu sinni.

Hin 48 ára gamla Rajee Narinesingh lýsti reynslu sinni í viðtali á sjónvarpsstöðinni CBS4. Hún segist hafa leitað til Oneal Ron Morris og beðið hana um að framkvæma lýtaaðgerð á andliti sínu.

Morris var handtekinn fyrr í mánuðinum fyrir að stunda lýtaaðgerðir án leyfis. Hún er sökuð um að hafa notað sement og kítti til að stækka afturenda konu sem síðar leitaði á spítala vegna mikilla verkja.

Narinesingh segir útkomu aðgerðarinnar hafa verið hræðilega. Hún segir kinnar sína hafa blásið út og valdið henni gríðarlegum sársauka. Einnig mynduðust miklar bólgur á vörum hennar.

Hún segist hafa leitað til Morris einfaldlega vegna þess að hún hafi verið ódýrust.

Narinesingh var eitt sinn karlmaður. Hún segist þrá nýjan líkama en lýtaaðgerðir séu kostnaðarsamar. Því hafi hún leitað til Morris einfaldlega vegna þessa að hún hafi verið ódýrust. Narinesingh segist vita um nokkra transgender-einstaklinga sem hafi leitað til Morris til að framkvæma aðgerðir á sér.

Hægt er að sjá umfjöllun The Daily Mail um málið hér.


Tengdar fréttir

Fleiri fórnarlömb stíga fram - lokaði sárum með lími

Fleiri fórnarlömb konunnar sem stundaði lýtalækningar án leyfis í Miami í Bandaríkjunum hafa stigið fram. Konan er sögð hafa lofað lögulegum afturenda með því að fylla rasskinnar sjúklinga sinna með sementi og kítti. Í sumun tilfellum lokaði hún sárunum með lími.

Stundaði lýtalækningar án leyfis

Lögreglan í Miami í Bandaríkjunum hefur handtekið þrítuga konu sem stundaði lýtalækningar án leyfis. Eitt af fórnarlömbum hennar er nú undir eftirliti lækna eftir að sementi og öðrum eitruðum efnum hafði verið sprautað í rasskinnar hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×