Erlent

Sektaður fyrir að klífa svissnesku alpana nakinn

Alparnir.
Alparnir.
Fjallgöngumaður sem gekk nakinn upp á svissnesku alpana þarf að greiða ellefu þúsund krónur í sekt fyrir að misbjóða þeim sem hann gekk framhjá samkvæmt fréttastofu Reuters.

Það var æðsta dómstig Sviss sem dæmdi manninn í fjársekt en hann gekk meðal annars framhjá fjölskyldufólki með börn og kristilegri afvötnunarstöð.

Að ganga á fjöll í Sviss er ekki ólöglegt, þó það geti verið óskynsamlegt hvað varðar kvefpestir, en almenningur getur kært slíkt framferði ofbjóði það siðferðisvitund þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×