Viðskipti innlent

Skattar lækka á tónlist af netinu í dag

Nú er hægt að kaupa tónlist Mugisons á lægra verði en áður á netinu.
Nú er hægt að kaupa tónlist Mugisons á lægra verði en áður á netinu. Mynd/Arnþór
Breyting á lögum um virðisaukaskatt tók gildi í dag og nú er sami skattur á sölu tónlistar hvort sem hún er keypt á stafrænu formi á netinu eða á geisladisk. Þetta eru nokkur tíðindi en fyrir breytinguna var fullur virðisaukaskattur, eða 25,5 prósent á stafræna forminu en aðeins sjö prósent á geisladiskum.

Tónlistarveitan Tónlist.is , fagnar þessum fréttum og hefur strax brugðist við með því að lækka verð sín í samræmi við lagabreytinguna. „Er lögð á það mikil áhersla að þessi lækkun skili sér alla leið í veski okkar notenda," segir í tilkynningu.

Þá segir að núna geti Tónlist.is „boðið upp á verð sem standast allan samanburð við verð erlendis á vinsælustu tónlistarþjónustum heims. Til að mynda geta notendur okkar nú tryggt sér áskrift að 7 milljón lögum fyrir aðeins 1.699 kr. á mánuði, sem þýðir að þeir geta hlustað á (streymt) alla þá tónlist sem þá listir á þessu gjafverði."

Vilji menn eignast tónlistina geta keypt heilar plötur eða valið úr þau lög sem þeir vilja. „Verð á bæði plötum og lögum á Tónlist.is er mjög hagstætt; hægt er að kaupa nýjustu plöturnar á 1.599 kr. og vinsælustu lögin á aðeins 149 kr. Eldri sígild lög er hægt að eignast fyrir aðeins 79 kr."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×