Viðskipti innlent

Tvær hópuppsagnir kostuðu 67 vinnuna í október

Vinnumálastofnun hefur tilkynnt um tvær hópuppsagnir  í október þar sem samtals 67 manns misstu vinnuna. Þetta eru töluvert færri uppsagnir en í október í fyrra þegar 187 manns misstu vinnuna í fimm hópuppsögnum.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem segir að ljóst sé að staðan á vinnumarkaði hér á landi sé enn erfið þrátt fyrir að atvinnuleysið sé tekið að minnka og störfum sé farið að fjölga. Er fjöldi starfsmanna sem misst hefur vinnuna í hópuppsögnum á fyrstu tíu mánuðum ársins lítið eitt minni en á sama tíma í fyrra. Þannig hafa alls 680 manns misst vinnuna í hópuppsögnum á fyrstu tíu mánuðunum í ár samanborið 699 manns á sama tímabili í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×