Handbolti

Aftur tap hjá Þjóðverjum

Holger Glandorf fagnar marki í leiknum í dag.
Holger Glandorf fagnar marki í leiknum í dag.
Martin Heuberger er ekkert að byrja neitt sérstaklega vel með þýska landsliðið í handknattleik. Liðið tapaði í gær fyrir Dönum og svo fyrir Svíum í dag, 22-25.

Þjóðverjar leiddu reyndar leikinn framan af og voru tveim mörkum yfir í hálfleik, 10-0.

Það var ekki fyrr en síðustu tíu mínúturnar sem Svíarnir tóku völdin og lönduðu sigrinum.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og stóðu sig vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×