Bauðst að fjármagna kaupin á Iceland með láni Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. október 2011 12:00 Skilanefnd Landsbankans neitar því ekki að hafa boðið tilboðsgjöfum í Iceland Foods allt að 200 milljóna punda seljendalán til að greiða fyrir hluta kaupverðsins á fyrirtækinu. Sex tilboð bárust í 77 prósenta hlut skilanefndar Landsbankans og Glitnis í Iceland Foods. Greiningaraðilar í Bretlandi búast við tilboðum sem verðleggja Iceland Foods á bilinu 1,3 - 1,5 milljarða punda, jafnvirði 230 til 270 milljarða króna. Iceland Foods er verðmætasta eign skilanefndar Landsbankans sem á 67 prósent á móti 10 prósenta hlut Glitnis, en fjárhæðin sem fæst fyrir sölu Icelands mun ganga upp í kröfur hollenska seðlabankans og breska tryggingarsjóðsins vegna þarlendra sparifjáreigenda sem voru með Icesave-reikninga hjá Landsbankanum. Félögin sex sem ætla að bjóða í 77 prósenta hlut í Iceland Foods eru á vegum smásölufyrirtækjanna Wm Morrissons og ASDA og fjárfestingarfélaganna TPG, Bain, Blackstone og BC Partners, að því er fram kemur í Financial Times. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru tilboð Wm Morrissons og ASDA aðeins í hluta af verslunum Iceland og er það m.a vegna vegna samkeppnisreglna í Bretlandi. Frestur til að leggja fram tilboð í fyrstu umferð söluferlisins rann út í gær. Malcolm Walker, forstjóri og stofnandi Iceland sem á 23 prósenta hlut í fyrirtækinu, lagði ekki fram tilboð í fyrstu umferð, að því er Financial Times greinir frá. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Walker í morgun, án árangurs. Walker er ekki sagður tilbúinn að greiða meira fyrir hlutinn en tilboð sem hann lagði fram í fyrra hljóðaði upp á, en þá bauð hann einn milljarð punda í fyrirtækið, jafnvirði um 180 milljarða króna. Hann er hins vegar með forkaupsrétt sem þýðir að hann getur jafnað tilboð annarra fjárfesta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður stjórnarfundur í Iceland Foods á þriðjudag þar sem stjórn félagsins verður upplýst um tilboð sem hafa borist. Páll Benediktsson, talsmaður skilanefndar Landsbankans, sagði rangt að skilanefndin væri óánægð með fram komin tilboð en fréttastofa fékk upplýsingar þess efnis frá þeim sem standa söluferlinu nærri. Páll sagðist hvorki játa því né neita að skilanefnd Landsbankans hefði boðið tilboðsgjöfum 200 milljóna punda lán fyrir hluta kaupverðsins. „Það hvernig greitt er fyrir félagið, það er alltaf möguleiki á því að það gerist á einhverjum tíma, hvort það er kallað lán eða ekki, það get ég ekki tjáð mig um. Þetta er alþekkt í viðskiptum af þessari stærð, þ.e að menn þurfi ekki að greiða í einu lagi við undirritun," sagði Páll. Hann sagði að í næstu eða þarnæstu viku hæfust viðræður við fjárfesta sem skiluðu inn tilboðum. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans neitar því ekki að hafa boðið tilboðsgjöfum í Iceland Foods allt að 200 milljóna punda seljendalán til að greiða fyrir hluta kaupverðsins á fyrirtækinu. Sex tilboð bárust í 77 prósenta hlut skilanefndar Landsbankans og Glitnis í Iceland Foods. Greiningaraðilar í Bretlandi búast við tilboðum sem verðleggja Iceland Foods á bilinu 1,3 - 1,5 milljarða punda, jafnvirði 230 til 270 milljarða króna. Iceland Foods er verðmætasta eign skilanefndar Landsbankans sem á 67 prósent á móti 10 prósenta hlut Glitnis, en fjárhæðin sem fæst fyrir sölu Icelands mun ganga upp í kröfur hollenska seðlabankans og breska tryggingarsjóðsins vegna þarlendra sparifjáreigenda sem voru með Icesave-reikninga hjá Landsbankanum. Félögin sex sem ætla að bjóða í 77 prósenta hlut í Iceland Foods eru á vegum smásölufyrirtækjanna Wm Morrissons og ASDA og fjárfestingarfélaganna TPG, Bain, Blackstone og BC Partners, að því er fram kemur í Financial Times. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru tilboð Wm Morrissons og ASDA aðeins í hluta af verslunum Iceland og er það m.a vegna vegna samkeppnisreglna í Bretlandi. Frestur til að leggja fram tilboð í fyrstu umferð söluferlisins rann út í gær. Malcolm Walker, forstjóri og stofnandi Iceland sem á 23 prósenta hlut í fyrirtækinu, lagði ekki fram tilboð í fyrstu umferð, að því er Financial Times greinir frá. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Walker í morgun, án árangurs. Walker er ekki sagður tilbúinn að greiða meira fyrir hlutinn en tilboð sem hann lagði fram í fyrra hljóðaði upp á, en þá bauð hann einn milljarð punda í fyrirtækið, jafnvirði um 180 milljarða króna. Hann er hins vegar með forkaupsrétt sem þýðir að hann getur jafnað tilboð annarra fjárfesta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður stjórnarfundur í Iceland Foods á þriðjudag þar sem stjórn félagsins verður upplýst um tilboð sem hafa borist. Páll Benediktsson, talsmaður skilanefndar Landsbankans, sagði rangt að skilanefndin væri óánægð með fram komin tilboð en fréttastofa fékk upplýsingar þess efnis frá þeim sem standa söluferlinu nærri. Páll sagðist hvorki játa því né neita að skilanefnd Landsbankans hefði boðið tilboðsgjöfum 200 milljóna punda lán fyrir hluta kaupverðsins. „Það hvernig greitt er fyrir félagið, það er alltaf möguleiki á því að það gerist á einhverjum tíma, hvort það er kallað lán eða ekki, það get ég ekki tjáð mig um. Þetta er alþekkt í viðskiptum af þessari stærð, þ.e að menn þurfi ekki að greiða í einu lagi við undirritun," sagði Páll. Hann sagði að í næstu eða þarnæstu viku hæfust viðræður við fjárfesta sem skiluðu inn tilboðum.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira