Viðskipti innlent

Um 30% allra útlána bankanna eru í vanskilum

Samkvæmt úttekt Fjármálaeftirlitsins eru um 30% af öllum útlánum viðskiptabankanna í vanskilum. Eftirlitið segir að fjárhæðir og fjöldi útlána sé enn of mikill.

Þetta kom fram á kynningarfundi Fjármálaeftirlitsins með fjölmiðlum í gærdag.  Þá segir eftirlitið að vanskilin séu um 15% af bókfærðu virði útlánanna. Hjá bönkum með gott útlánasafn er hinsvegar algengt að þessi mælikvarði sé 1 til 2% af bókfærðu virði útlána.

Fjármálaeftirlitið segir að þrátt fyrir vanskilin sé eiginfjárstaða bankakerfisins tiltölulega góð en eiginfjárgrunnurinn er 145 milljarðar króna umfram lágmarkskröfur eftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×