Viðskipti innlent

Tveir milljarðar inn í hagkerfið frá erlendum félögum Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sendi ásamt Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra útgerðasviðs, bréf á yfir átta hundruð starfsmenn fyrirtækisins.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sendi ásamt Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra útgerðasviðs, bréf á yfir átta hundruð starfsmenn fyrirtækisins.
Eignaraðild Samherja í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum skapar mikla atvinnu hér á landi. Þetta kemur fram í bréfi, sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, hafa sent starfsfólki sínu.

Þar kemur fram að erlend fyrirtæki hafa gert samninga við íslensk iðnfyrirtæki upp á um 900 milljónir króna síðustu 6 mánuði og keypt vörur og þjónustu hér fyrir hundruð milljónir króna í tengslum við landanir.

Þá hefur Samherji, það sem af er þessu ári, flutt inn rúmlega 10 sinnum meira magn af fiski til vinnslu en fyrirtækið hefur flutt út, m.v. óaðgerðan, heilan fisk. Áætlaður virðisauki af vinnslu þessa innflutta hráefnis er um 650 milljónir króna.

Samtals hafa því um 2 milljarðar króna komið inn í íslenskt atvinnulíf það sem af er árinu vegna starfsemi erlendra fyrirtækja sem tengjast Samherja.

Hægt er að nálgast bréfið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×