Viðskipti innlent

Ósýnilega höndin „var ekki til“

Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að óheftur kapítalismi hafi fengið að leika íslenskan almenning grátt í aðdraganda hrunsins. „Hin ósýnilega hönd hins frjálsa markaðar var eftir allt saman ekkert ósýnileg, hún var hreinlega ekki til," segir Eygló m.a. orðrétt í grein sinni sem birtist á Vísi.is í tilefni af því að þrjú ár eru í þessum mánuði liðin frá hruni fjármálakerfisins.

Eygló fer hörðum orðum um hina svonefndu útrásarvíkinga og segir þá hafa haft alla þræði í hendi sér. „Fyrir hrun hrósuðu við okkur af því að hér þrifist engin spilling og bentum á erlendar rannsóknir því til stuðnings. Síðustu mánuðir og ár hafa berlega sýnt hversu illa við blekktum okkur sjálf. Daglega hafa komið fram nýjar upplýsingar um starfshætti íslensku bankanna og útrásarvíkinga sem sýna hvernig þræðirnir liggja út um allt samfélagið og inn í stjórnkerfið."

Sjá grein Eyglóar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×