Viðskipti innlent

Mæla með Íslandi sem ferðamannastað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í umsögn um Ísland segir að nýleg eldgos bendi til þess að landið sé enn í mótun.
Í umsögn um Ísland segir að nýleg eldgos bendi til þess að landið sé enn í mótun. mynd/ vilhelm.
Ísland er, ásamt Tælandi, Þýskalandi og Sri Lanka á meðal þeirra ferðamannalanda sem mest spennandi væri að fara til á næsta ári að mati vefútgáfu Travel Magazine, sem sjónvarpsstöðin National Geographic heldur úti.

Í umsögninni um Ísland er stórbrotnu landslaginu lýst með bröttum dölum, miklum fjörðum, svörtum ströndum, kraftmiklum fossum og hvítum jöklum. Þá segir að nýleg eldgos minni mann á að Ísland sé enn í mótun.

Þá segir að verðlag á Íslandi sé mun viðráðanlegra eftir efnahagshrunið. Tungumálið sé eitt það elsta í heimi og orkan hrein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×