Viðskipti innlent

Aðeins dró úr fasteignaveltunni í borginni

Aðeins dró úr veltunni á fasteignamarkaðinum í höfuðborginni í síðustu viku. Alls var þinglýst 93 kaupsamningum í vikunni sem er sex samningum færra en nemur meðaltali síðustu 12 vikna.

Af þessum 93 samningum voru 79 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um eignir í sérbýli og 4 um annars konar eignir.

Heildarveltan nam 2,4 milljörðum króna sem er um 350 milljónum króna minni velta en nemur meðaltali síðustu 12 vikna. Meðalupphæð á samning var 26 milljónir króna sem er 2 milljónum króna minna en meðaltal síðustu 12 vikna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×