ASÍ spáir afar hægum hagvexti Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. október 2011 15:24 Það er gert ráð fyrir atvinnuleysi áfram. mynd/ vilhelm. ASÍ gerir ráð fyrir að verstu afleiðingar hrunsins séu nú að baki og framundan sé hægur bati í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í nýrri hagspá sem birt var í dag. ASÍ segir það hins vegar vera áhyggjuefni að efnahagsbatinn framundan sé svo veikur að við blasir doði í hagkerfinu þar sem okkur tekst hvorki að endurheimta fyrri lífskjör né vinna bug á atvinnuleysinu á komandi árum. ASÍ spáir því að landsframleiðsla aukist hægt á næstu árum, hagvöxtur verði 2,4% á yfirstandandi ári, um 1% á næsta ári, 2,7% á árinu 2013 og um 1,5% á árinu 2014. Hagur heimilanna vænkist heldur á næstu misserum þótt víða verði áfram þröngt í búi og atvinnuleysi áfram hátt. Samkvæmt spánni dregur úr atvinnuleysi á tímabilinu en það verður enn um 5% árið 2014. ASÍ segir að útlit sé fyrir litlar fjárfestingar í hagkerfinu næstu árin. Mikil óvissa ríki um framkvæmdir við álver í Helguvík og innanríkisráðherra hafi slegið út af borðinu allar áætlanir um að gera átak í vegamálum á Suðvesturlandi með sérstakri fjármögnun. Það er því ekki gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í spánni. Þá valda erfiðleikar á erlendum fjármálamörkuðum aukinni óvissu varðandi fjárfestingar. ASÍ segir að eina leiðin til að bæta lífskjör og draga úr atvinnuleysi sé að auka verðmætasköpun þjóðarbúsins. Aðgerðir til að örva hagvöxt og skapa störf verði því miða að því að auka arðbæra fjárfestingu. Takist að nýta þau tækifæri sem felist t.d í framkvæmdum í Helguvík og orku- og iðjuverum á Norðurlandi yki það hagvöxt áranna 2012-2014 um 3 prósentustig sem sé ekki lítill ávinningur. Árleg verðmætasköpun yrði þá um 55 milljörðum meiri árið 2014 en ella auk þess sem það hefði veruleg jákvæð áhrifa á atvinnustigið. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
ASÍ gerir ráð fyrir að verstu afleiðingar hrunsins séu nú að baki og framundan sé hægur bati í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í nýrri hagspá sem birt var í dag. ASÍ segir það hins vegar vera áhyggjuefni að efnahagsbatinn framundan sé svo veikur að við blasir doði í hagkerfinu þar sem okkur tekst hvorki að endurheimta fyrri lífskjör né vinna bug á atvinnuleysinu á komandi árum. ASÍ spáir því að landsframleiðsla aukist hægt á næstu árum, hagvöxtur verði 2,4% á yfirstandandi ári, um 1% á næsta ári, 2,7% á árinu 2013 og um 1,5% á árinu 2014. Hagur heimilanna vænkist heldur á næstu misserum þótt víða verði áfram þröngt í búi og atvinnuleysi áfram hátt. Samkvæmt spánni dregur úr atvinnuleysi á tímabilinu en það verður enn um 5% árið 2014. ASÍ segir að útlit sé fyrir litlar fjárfestingar í hagkerfinu næstu árin. Mikil óvissa ríki um framkvæmdir við álver í Helguvík og innanríkisráðherra hafi slegið út af borðinu allar áætlanir um að gera átak í vegamálum á Suðvesturlandi með sérstakri fjármögnun. Það er því ekki gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í spánni. Þá valda erfiðleikar á erlendum fjármálamörkuðum aukinni óvissu varðandi fjárfestingar. ASÍ segir að eina leiðin til að bæta lífskjör og draga úr atvinnuleysi sé að auka verðmætasköpun þjóðarbúsins. Aðgerðir til að örva hagvöxt og skapa störf verði því miða að því að auka arðbæra fjárfestingu. Takist að nýta þau tækifæri sem felist t.d í framkvæmdum í Helguvík og orku- og iðjuverum á Norðurlandi yki það hagvöxt áranna 2012-2014 um 3 prósentustig sem sé ekki lítill ávinningur. Árleg verðmætasköpun yrði þá um 55 milljörðum meiri árið 2014 en ella auk þess sem það hefði veruleg jákvæð áhrifa á atvinnustigið.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira