Viðskipti innlent

Páll Magnússon tekur ekki við starfinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Magnússon hefur tilkynnt Steingrími ákvörðun sína.
Páll Magnússon hefur tilkynnt Steingrími ákvörðun sína.
Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins, mun ekki taka við starfinu. Hann tilkynnti Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra þetta í dag.

Í yfirlýsingu sem Páll hefur sent frá sér segir hann að forsendur fyrir því að hann taki við starfinu séu brostnar eftir að stjórn Bankasýslunnar sagði af sér í gær.

„Það er óvinnandi vegur fyrir hlutaðeigandi að sitja undir pólitískum afskiptum, en í raun hafa stjórnmálamenn krafist þess að lögum og reglum um opinberar ráðningar verði vikið til hliðar í málefnum Bankasýslunnar,“ segir Páll í yfirlýsingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×