Danska skipafélagið Mærsk hefur selt hluta af skipaflota sínum fyrir 7,6 milljarða danskra króna eða sem svarar til rúmlega 160 milljarða króna.
Um var að ræða sölu á dótturfélaginu Mærsk LNG sem sérhæfir sig í flutningum á gasi. Kaupendur voru skipafélögin Teekay LNG og Marubeni Corparation.
Ástæðan fyrir sölunni, samkvæmt frétt í Jyllands Posten, var að Mærsk fannst hlutdeild sín í gasflutningum á heimsvísu of lítil til að hún svaraði kostnaði fyrir félagið.
