Viðskipti innlent

Áfram dregur úr langtímaatvinnuleysi

Áfram fækkar þeim sem glíma við langtímaatvinnuleysi á landinu. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 6.842 og fækkar um 686 frá lokum ágúst.

Þessi hópur er um 60% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok september. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fækkar úr 4.645 í lok ágúst í 4.457 í september eða um 188 manns.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunnar um atvinnuleysið í september. Þá segir einnig að alls voru 1.774 á aldrinum 16-24 ára atvinnulausir í lok september en 1.858 í lok ágúst og fækkar þeim um 84 frá ágústlokum. Er þessi hópur um 15,4% allra atvinnulausra í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×