Viðskipti innlent

„Veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta“

Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia háskóla í New York.
Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia háskóla í New York.
„Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu," segir Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia háskólann í New York, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Jón segir í grein sinni að Páll Magnússon, sem nýverið var ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins, uppfylli augljóslega ekki skilyrði laga um stofnunina, hvað varðar sérþekkingu á banka- og fjármálum.

Í grein Jóns segir orðrétt: „Nú er hins vegar Páll Magnússon ráðinn til þess að stýra Bankasýslu ríkisins þrátt fyrir að hafa enga menntun né sérþekkingu á sviði banka- og fjármálastarfsemi þótt lög um Bankasýslu kveði á um að forstjóri stofnunarinnar skuli hafa þá eiginleika. Páll var tekinn fram yfir þrjá aðra umsækjendur – sem allir hafa víðtæka reynslu af banka- og fjármálastarfsemi. Stjórn Bankasýslunnar rökstyður ráðninguna með vísun í að valdir umsækjendur hafi verið látnir taka persónuleikaprófið OPQ32, huglægt getupróf, raunhæft verkefni, stærðfræðipróf og ítarleg viðtöl og að Páll hafi staðið sig best eða næstbest á sumum af þessum prófum en verr í öðrum. Í fyrstu veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. En síðan byrjar maður fljótlega að gráta. Þetta er leikhús fáránleikans. Ferli af þessu tagi veitir stjórninni nánast ótakmarkað frelsi til þess að velja hvern sem henni þóknast. Hún þarf einungis að ákveða eftir á að þeir mælikvarðar sem viðkomandi umsækjandi stóð sig vel á vegi þyngra en hinir."

Sjá má grein Jóns hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×