Handbolti

AG vann fyrsta Meistaradeildarleikinn sinn í Serbíu í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Pjetur
AG Kaupmannahöfn vann sex marka sigur á Partizan Beograd, 31-25, í fyrsta meistaradeildarleiknum í sögu félagsins sem fram fór í Serbíu í dag.

AG var 16-12 yfir í hálfleik og Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum á fyrstu 30 mínútum leiksins og skoraði alls átta mörk í fyrri hálfleiknum.

Næsti leikur AG í Meistaradeildinni er á heimavelli á móti ungverska liðinu Pick Szeged um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×