Vífilfell borgi 80 milljónir en ekki 260 4. október 2011 11:44 Vífilfell framleiðir meðal annars drykkinn vinsæla, Coca Cola. Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur lækkað sekt sem Samkeppniseftirlitið dæmdi Vífilfell til að greiða um 180 milljónir króna. Nefndin segir brot fyrirtækisins engu að síður alvarleg. Í mars komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Vífilfell hf. hefði brotið gegn bannákvæðum samkeppnislaga með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. „Um var að ræða fjölmarga samninga Vífilfells við viðskiptavini (veitingahús og verslanir) er innihéldu ólögmæt ákvæði um einkakaup, skilyrta afslætti og önnur tryggðarákvæði. Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við samninga þar sem Vífilfell skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa gosdrykki einungis af félaginu en slíkir samningar eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut,“ segir í tilkynningu en á sínum tíma var Vífilfell dæmt til að greiða 260 milljónir króna í sekt. Fyrirtækið skaut þeirri ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. „Gerði fyrirtækið margvíslegar athugasemdir við bæði efni ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins og málsmeðferð þess. Taldi fyrirtækið að það væri ranglega talið markaðsráðandi og samningar þess gætu ekki falið í sér brot. Þá hefði andmælaréttur fyrirtækisins verið brotin og rannsókn Samkeppniseftirlitsins verið gölluð.“Vissulega markaðsráðandi Áfrýjunarnefnd féllst ekki á þau rök Vífilfells að gosdrykkir teljist tilheyra sama markaði og t.d. mjólkurdrykkir, safar eða aðrir óáfengir drykkir og staðfesti nefndin m.a. með vísun til u.þ.b. 70% markaðshlutdeildar á gosdrykkjamarkaði þá niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að Vífilfell væri markaðsráðandi. „Staðfesti nefndin einnig þá niðurstöðu að Vífilfell hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Benti nefndin á að einkakaupasamningar markaðsráðandi fyrirtækja væru til þess fallnir að útiloka eða takmarka verulega samkeppni frá minni eða nýjum keppinautum,“ segir ennfremur. Í úrskurðinum segir áfrýjunarnefnd að hún telji brot Vífilfells alvarleg en engu að síður er sektin lækkuð umtalsvert. „Samkeppniseftirlitið hafði talið rétt að leggja á Vífilfell 260 mkr. sekt, m.a. með vísan til umfangs brotsins en um var að ræða tæplega 900 ólögmæta samninga. Áfrýjunarnefnd lækkaði hins vegar sektina í 80 mkr. Til stuðnings þessu benti nefndin á að mikilvægt væri að „samhengi og samræmi, eins og við getur átt, sé á milli ákvarðana sekta í samkeppnismálum. Er því sérstaklega horft til úrlausna áfrýjunarnefndar í málum sem varða misnotkun á markaðsráðandi stöðu undanfarin misseri." Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur lækkað sekt sem Samkeppniseftirlitið dæmdi Vífilfell til að greiða um 180 milljónir króna. Nefndin segir brot fyrirtækisins engu að síður alvarleg. Í mars komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Vífilfell hf. hefði brotið gegn bannákvæðum samkeppnislaga með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína á gosdrykkjamarkaði. „Um var að ræða fjölmarga samninga Vífilfells við viðskiptavini (veitingahús og verslanir) er innihéldu ólögmæt ákvæði um einkakaup, skilyrta afslætti og önnur tryggðarákvæði. Með einkakaupum í þessu samhengi er átt við samninga þar sem Vífilfell skuldbatt viðskiptavini sína til þess að kaupa gosdrykki einungis af félaginu en slíkir samningar eru ólögmætir þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut,“ segir í tilkynningu en á sínum tíma var Vífilfell dæmt til að greiða 260 milljónir króna í sekt. Fyrirtækið skaut þeirri ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. „Gerði fyrirtækið margvíslegar athugasemdir við bæði efni ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins og málsmeðferð þess. Taldi fyrirtækið að það væri ranglega talið markaðsráðandi og samningar þess gætu ekki falið í sér brot. Þá hefði andmælaréttur fyrirtækisins verið brotin og rannsókn Samkeppniseftirlitsins verið gölluð.“Vissulega markaðsráðandi Áfrýjunarnefnd féllst ekki á þau rök Vífilfells að gosdrykkir teljist tilheyra sama markaði og t.d. mjólkurdrykkir, safar eða aðrir óáfengir drykkir og staðfesti nefndin m.a. með vísun til u.þ.b. 70% markaðshlutdeildar á gosdrykkjamarkaði þá niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að Vífilfell væri markaðsráðandi. „Staðfesti nefndin einnig þá niðurstöðu að Vífilfell hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Benti nefndin á að einkakaupasamningar markaðsráðandi fyrirtækja væru til þess fallnir að útiloka eða takmarka verulega samkeppni frá minni eða nýjum keppinautum,“ segir ennfremur. Í úrskurðinum segir áfrýjunarnefnd að hún telji brot Vífilfells alvarleg en engu að síður er sektin lækkuð umtalsvert. „Samkeppniseftirlitið hafði talið rétt að leggja á Vífilfell 260 mkr. sekt, m.a. með vísan til umfangs brotsins en um var að ræða tæplega 900 ólögmæta samninga. Áfrýjunarnefnd lækkaði hins vegar sektina í 80 mkr. Til stuðnings þessu benti nefndin á að mikilvægt væri að „samhengi og samræmi, eins og við getur átt, sé á milli ákvarðana sekta í samkeppnismálum. Er því sérstaklega horft til úrlausna áfrýjunarnefndar í málum sem varða misnotkun á markaðsráðandi stöðu undanfarin misseri."
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira