Enn einn metmánuðurinn í ferðamennsku 4. október 2011 12:34 Ferðamenn í Reykjavík. Samkvæmt nýbirtum tölum frá Ferðamálastofu fóru um 51.600 erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í september síðastliðnum, sem er aukning upp á rúm 26% frá því í fyrra, samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þar segir að þetta sé jafnframt fjölmennasti septembermánuður frá upphafi hvað erlenda ferðamenn varðar og þar með níundi mánuðurinn í röð sem slíkt met er upp á borðinu, sem á augljóslega við alla mánuði ársins. Ekki er því við öðru að búast en að stærsta ferðamannaár frá upphafi sé í uppsiglingu og hafa þannig farið um 458.100 ferðamenn um Leifsstöð frá ármótum sem er nálægt því að vera sami fjöldi og á öllu árinu í fyrra, en þá voru þeir 459.300 talsins. Sé tekið mið af fyrstu níu mánuðum ársins og borið saman við sama tímabil í fyrra eru þeir 19% fleiri nú en þá. Þessi mikla fjölgun erlendra ferðamanna hlýtur að teljast afar jákvæð þróun fyrir íslenska hagkerfið enda eykur þetta gjaldeyrisinnflæði og hefur þar með jákvæð áhrif á þjónustujöfnuð við útlönd. Þegar helstu markaðsvæði eru borin saman má sjá að aukningin í septembermánuði miðað við sama tíma í fyrra er áfram mest af ferðamönnum frá Norður-Ameríku. Þannig hafa rúmlega 80.400 ferðamenn frá Norður Ameríku farið frá landinu um Leifsstöð á fyrstu níu mánuðum ársins sem er aukning upp á 50 prósent frá sama tímabili í fyrra. Næstmesta fjölgunin á milli ára er á ferðamönnum frá Norðurlöndum (um 17% aukning) en einnig hefur verið töluverð aukning á ferðamönnum frá Mið- og Suður Evrópu (um 14% aukning). Líkt og undanfarið létu fleiri Íslendingar undan útþrá sinni nú í september en í sama mánuði í fyrra. Slík fjölgun hefur átt sér stað stöðugt frá því í nóvember árið 2009, þó að apríl 2010 undanskildum þegar Eyjafjallajökull lét til sín taka. Þannig fóru 30.800 Íslendingar frá landinu um Leifsstöð í september sem er um 11% aukning frá því í september í fyrra. Frá áramótum talið hafa 260.200 Íslendingar haldið erlendis sem er fjölgun upp á 19% frá sama tímabili í fyrra. Þetta er svipaður fjöldi og var á árinu 2004, en töluvert er í land með að fjöldinn verði jafn mikill og á árunum 2006 til og með 2008. Þegar mest lét, sem var á fyrstu níu mánuðum ársins 2008, var fjöldinn kominn upp í 345.200, sem er um þriðjungi fleiri en nú í ár. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Samkvæmt nýbirtum tölum frá Ferðamálastofu fóru um 51.600 erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í september síðastliðnum, sem er aukning upp á rúm 26% frá því í fyrra, samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þar segir að þetta sé jafnframt fjölmennasti septembermánuður frá upphafi hvað erlenda ferðamenn varðar og þar með níundi mánuðurinn í röð sem slíkt met er upp á borðinu, sem á augljóslega við alla mánuði ársins. Ekki er því við öðru að búast en að stærsta ferðamannaár frá upphafi sé í uppsiglingu og hafa þannig farið um 458.100 ferðamenn um Leifsstöð frá ármótum sem er nálægt því að vera sami fjöldi og á öllu árinu í fyrra, en þá voru þeir 459.300 talsins. Sé tekið mið af fyrstu níu mánuðum ársins og borið saman við sama tímabil í fyrra eru þeir 19% fleiri nú en þá. Þessi mikla fjölgun erlendra ferðamanna hlýtur að teljast afar jákvæð þróun fyrir íslenska hagkerfið enda eykur þetta gjaldeyrisinnflæði og hefur þar með jákvæð áhrif á þjónustujöfnuð við útlönd. Þegar helstu markaðsvæði eru borin saman má sjá að aukningin í septembermánuði miðað við sama tíma í fyrra er áfram mest af ferðamönnum frá Norður-Ameríku. Þannig hafa rúmlega 80.400 ferðamenn frá Norður Ameríku farið frá landinu um Leifsstöð á fyrstu níu mánuðum ársins sem er aukning upp á 50 prósent frá sama tímabili í fyrra. Næstmesta fjölgunin á milli ára er á ferðamönnum frá Norðurlöndum (um 17% aukning) en einnig hefur verið töluverð aukning á ferðamönnum frá Mið- og Suður Evrópu (um 14% aukning). Líkt og undanfarið létu fleiri Íslendingar undan útþrá sinni nú í september en í sama mánuði í fyrra. Slík fjölgun hefur átt sér stað stöðugt frá því í nóvember árið 2009, þó að apríl 2010 undanskildum þegar Eyjafjallajökull lét til sín taka. Þannig fóru 30.800 Íslendingar frá landinu um Leifsstöð í september sem er um 11% aukning frá því í september í fyrra. Frá áramótum talið hafa 260.200 Íslendingar haldið erlendis sem er fjölgun upp á 19% frá sama tímabili í fyrra. Þetta er svipaður fjöldi og var á árinu 2004, en töluvert er í land með að fjöldinn verði jafn mikill og á árunum 2006 til og með 2008. Þegar mest lét, sem var á fyrstu níu mánuðum ársins 2008, var fjöldinn kominn upp í 345.200, sem er um þriðjungi fleiri en nú í ár.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira