Handbolti

Rúnar og félagar stríddu meisturunum

Meistararnir sluppu með skrekkinn í kvöld.
Meistararnir sluppu með skrekkinn í kvöld.
Þýskalandsmeistarar Hamburg komust í kvöld í annað sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik er liðið lagði Rúnar Kárason og félaga í Bergischer, 25-29.

Hamburgarliðið var ekki að leika sérstaklega vel í leiknum en náði þó að knýja fram sigur. Rúnar og félagar aftur á móti ekki fjarri því að næla í óvænt stig. Slæm mistök undir lokin urðu þeim að falli.

Rúnar skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í leiknum.

Hamburg er með tíu stig í öðru sæti deildarinnar en er búið að tapa fjórum stigum. Kiel er á toppnum með tólf stig og hefur unnið alla leiki sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×