McLaren samdi við Button um áframhaldandi samstarf 5. október 2011 14:45 Jenson Button verður áfram hjá McLaren liðinu. AP MYND: MCLAREN McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn. Til að Button geti tryggt sér titilinn þarf hann að sigra í þeim fimm mótum sem eftir eru, en Vettel má á sama tíma ekki fá stig, eigi Button að vinna titilinn. Vettel nægir í raun eitt stig í einhverju af þeim mótum sem eftir eru til að vinna titil ökumanna annað árið í röð. Í fréttatilkynningu McLaren um samninginn við Button segir að gerður hafi verið við samningur við Button til nokkurra ára (multi-year contract), en ekki er tilgreint nákvæmlega til hve margra ára. „Mér hefur aldrei liðið eins vel hjá nokkru liði eins og McLaren. Ég hef unnið fjóra af stærstu sigrum lífs míns hérna og er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna sem stendur og finnst að ég hafi aldrei ekið betur", sagði Button m.a. í fréttatilkynningunni frá McLaren. Button gat þess að hann tryði því að hvergi væri eins mikil ástríða og einbeitni til að stefna á sigur og hjá McLaren. „Fyrir ökumann eru það ótrúlega kraftmiklar tilfinningar að vera hluti af, og þær styrktu þrá mína til að gera langtímasamning við liðið. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að ég vil vinna fleiri mót og meistaratitla og ég hef fulla trú á að ég sé á réttum stað til þess að ná þessum markmiðum. Við vitum hvernig á að vinna og erum að fága fyrirtækið til að ganga úr skugga að við getum gert slíkt næstu árin", sagði Button. Yfirmaður McLaren liðsins, Martin Whitmarsh sagði m.a. um samninginn við Button: „Jenson er frábær ökumaður og frábær maður. Ég held ég geti sagt að hann sé einn af hæfustu og virtustu ökumönnunum sem við höfum haft og ég er því hæstánægður að hann mun vinna með okkur í framtíðinni." Formúla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn. Til að Button geti tryggt sér titilinn þarf hann að sigra í þeim fimm mótum sem eftir eru, en Vettel má á sama tíma ekki fá stig, eigi Button að vinna titilinn. Vettel nægir í raun eitt stig í einhverju af þeim mótum sem eftir eru til að vinna titil ökumanna annað árið í röð. Í fréttatilkynningu McLaren um samninginn við Button segir að gerður hafi verið við samningur við Button til nokkurra ára (multi-year contract), en ekki er tilgreint nákvæmlega til hve margra ára. „Mér hefur aldrei liðið eins vel hjá nokkru liði eins og McLaren. Ég hef unnið fjóra af stærstu sigrum lífs míns hérna og er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna sem stendur og finnst að ég hafi aldrei ekið betur", sagði Button m.a. í fréttatilkynningunni frá McLaren. Button gat þess að hann tryði því að hvergi væri eins mikil ástríða og einbeitni til að stefna á sigur og hjá McLaren. „Fyrir ökumann eru það ótrúlega kraftmiklar tilfinningar að vera hluti af, og þær styrktu þrá mína til að gera langtímasamning við liðið. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að ég vil vinna fleiri mót og meistaratitla og ég hef fulla trú á að ég sé á réttum stað til þess að ná þessum markmiðum. Við vitum hvernig á að vinna og erum að fága fyrirtækið til að ganga úr skugga að við getum gert slíkt næstu árin", sagði Button. Yfirmaður McLaren liðsins, Martin Whitmarsh sagði m.a. um samninginn við Button: „Jenson er frábær ökumaður og frábær maður. Ég held ég geti sagt að hann sé einn af hæfustu og virtustu ökumönnunum sem við höfum haft og ég er því hæstánægður að hann mun vinna með okkur í framtíðinni."
Formúla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira