Viðskipti innlent

Orkuveitan selur eignir fyrir 465 milljónir

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur mynd úr safni
Orkuveita Reykjavíkur hefur selt þrjár eignir fyrir samtals 465 milljónir króna. Eignirnar voru auglýstar til sölu í vor og í sumar en þær eru samliggjandi jarðir Hvammur og Hvammsvík í Kjós, Hótel Hengill á Nesjavöllum og húsnæði í Elliðaárdal, sem hýsti minnjasafn Orkuveitunnar.

Í tilkynningu segir að verðið sem fékkst fyrir eignirnar séu heldur meiri en væntingar stóðu til en þær voru byggðar á mati sérfræðinga á fasteignamarkaði. Sala eignanna er liður í aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda fyrirtækisins.

Enn er opið fyrir tilboð í Perluna í Öskjuhlíð en tilboðsfrestur í hana rennur út 17. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×