Viðskipti innlent

Metfjöldi með Icelandair í september

Icelandair flutti 168 þúsund farþega í september. Það er mesti farþegafjöldi í septembermánuði í sögu félagsins og jafngildir 15% aukningu frá síðasta ári.

Sætaframboð Icelandair var aukið um 23% á tímabilinu og sætanýting nam 78,3% sem er yfir meðallagi í september.

Sætanýting lækkaði um 3,7 prósentusig í samanburði við metsætanýtingu félagsins í september í fyrra. Farþegaaukning varð mest á ferðamannamarkaðnum til Íslands, eða um 24%. Sú aukning er í samræmi við stefnu félagsins að fjölga ferðamönnum til Íslands utan háannatíma.

Farþegar hjá Flugfélagi Íslands voru tæplega 30 þúsund í september og fjöldi þeirra jókst um 9% miðað við sama tíma í fyrra. Sætanýting Flugfélagsins var 66,5% og lækkaði lítillega á milli ára. Seldum tímum í leiguflugi fækkaði á milli ára um 11%. Frakt flutningar jukust um 4% miðað við september á síðasta ári. 

Framboð á gistinóttum hjá Flugleiðahótelunum jókst um 12% á milli ára og herbergjanýtingin var 80,6%. 

Endurnýjað Icelandair Hotel Reykjavik Natura hefur fengið mjög góðar viðtökur og var septembermánuður metmánuður í sögu hótelsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×