Handbolti

Arnór markahæstur í öruggum sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Gunnarsson í leik með Val árið 2009.
Arnór Gunnarsson í leik með Val árið 2009.
Arnór Gunnarsson skoraði átta mörk þegar að lið hans, Bittenfeld, vann fimmtán marka stórsigur á Empor Rostock í þýsku B-deildinni í dag, 37-22.

Arnór skoraði fjögur marka sinna af vítalínunni en eins og gefur að skilja voru yfirburðir Bittenfeld miklir í leiknum. Árni Þór Sigtryggsson skoraði fjögur mörk fyrir Bittenfeld.

Þá skoraði Fannar Friðgeirsson fjögur mörk fyrir Emsdetten sem vann góðan útisigur á Bad Schwartau, 27-24, í sömu deild í dag.

Emsdetten er í áttunda sæti deildarinnar með sex stig en Bittenfeld í því tíunda með fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×