Viðskipti innlent

Alþjóðlegt upplýsingatæknifyrirtæki velur dótturfélag Nýherja

Nýherji.
Nýherji.
Applicon, dótturfélag Nýherja, hefur undirritað samning við alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækið Advent Software, sem framleiðir hugbúnað sérsniðinn að þörfum fjármálafyrirtækja samkvæmt tilkynningu frá Nýherja.

Applicon verður þjónustuaðili fyrir hugbúnaðinn á Íslandi og tekur þátt í markaðssetningu hans í samstarfi við Advent.

„Applicon hefur byggt upp mikla þekkingu á hugbúnaði fyrir fjármálamarkaði og samningurinn við Advent er í takt við þá uppbyggingu. Íslensk fyrirtæki hafa nýtt sér hugbúnað frá Advent í auknum mæli og því mikilvægt að hér sé þjónustuaðili sem annast þjónustu við hugbúnaðinn,“ segir Guðjón Karl Þórisson, sölu- og markaðsstjóri Applicon á Íslandi.

Lausnir Advent henta jafnt alþjóðlegum fjárfestingarfyrirtækjum sem og minni fyrirtækjum í eignastýringu. Advent hefur meðal annars fest sig í sessi sem leiðandi fyrirtæki á markaði með lausnir sem uppfylla þarfir fjármálafyrirtækja á sviði eignastýringar.

Applicon er dótturfélag Nýherja. Hjá Applicon starfa um 150 manns í þremur löndum, Íslandi, Danmörku og Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×