Umfjöllun: Aron fer vel af stað með Haukana Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 26. september 2011 20:55 Mynd/Valli Haukar unnu frábæra sigur, 27-22, á HK í fyrstu umferð N1 deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Þetta var fyrsti leikur Arons Kristjánssonar sem þjálfari Hauka í nokkur ár, en hann tók við liðinu í sumar eftir dvöl sína í Þýskalandi. Nemanja Malovic var magnaður í liði Hauka og gerði 12 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði einnig virkilega vel í síðari hálfleiknum fyrir gestina og varði 14 skot. Mikill haustbragur var á leik liðanna til að byrja með og sást það einna helst á sóknarleiknum. Heimamenn voru með ákveðið frumkvæði til að byrja með og náðu tveggja marka forystu strax í upphafi leiksins. Haukar voru aldrei langt undan og sýndu á köflum virkilega fínan varnarleik. Staðan var jöfn, 8-8, þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Liðin áttu nokkuð erfitt með að koma boltanum í netið og mikið var um sóknarfeila í hálfleiknum. HK var samt alltaf einu skrefi á undan gestunum og því var staðan 13-11 fyrir Kópavogsmenn í hálfleik. Haukar hófu síðari hálfleikinn mikið mun betur en heimamenn og skoruðu 8 mörk á fyrstu tólf mínútum hálfleiksins, en á sama tíma gerði HK aðeins eitt. Staðan breytist því í 19-14 fyrir gestina. Aron Rafn Eðvarðsson, marvörður Hauka, datt í gang og fór að verja vel. Heimamenn skoruðu annað mark sitt í síðari hálfleiknum þegar hann var tæplega hálfnaður og þá fóru þeir loks í gang. HK náði að breyta stöðunni í 19-18 og allt í einu var mikill spenna kominn í leikinn. Gestirnir náðu samt sem áður að halda HK-ingum frá sér og unnu að lokum fínan sigur 27-22. Fín byrjun hjá Haukum, en Nemanja Malovic, nýr leikmaður Hauka, var frábær í liði gestanna og skoraði 12 mörk.TölfræðiHK - Haukar 22-27 (13-11)Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/1 (16/3), Atli Ævar Ingólfsson 4 (6), Bjarki Már Elísson 3 (5/1), Atli Karl Backmann 2 (3), Tandri Már Konráðsson 2 (5), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Léó Snær Pétursson 1 (4), Hörður Másson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 7 (16/1, 3%), Arnór Freyr Stefánsson 3 (9 , 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Bjarki Már Elísson 2, Léó Snær, Atli Ævar og Ólafur Víðir)Fiskuð víti: 3 (Atli Ævar 2 og Atli Karl)Utan vallar: 2 mínúturMörk Hauka (skot): Nemanja Malovic 12 (15), Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1 (9/1), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Sveinn Þorgeirsson 3 (1), Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Freyr Brynjarsson 1 (3), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 0/0 (6, 0%.), Aron Rafn Eðvarðsson 14/2 (16/2 , 46%.)Hraðaupphlaup: 4 (Nemanja, Freyr, Einar Pétur og Stefán Rafn )Fiskuð víti: 2 (Heimir Óli og Stefán Rafn).Utan vallar: 8 mín Olís-deild karla Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Sjá meira
Haukar unnu frábæra sigur, 27-22, á HK í fyrstu umferð N1 deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Þetta var fyrsti leikur Arons Kristjánssonar sem þjálfari Hauka í nokkur ár, en hann tók við liðinu í sumar eftir dvöl sína í Þýskalandi. Nemanja Malovic var magnaður í liði Hauka og gerði 12 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði einnig virkilega vel í síðari hálfleiknum fyrir gestina og varði 14 skot. Mikill haustbragur var á leik liðanna til að byrja með og sást það einna helst á sóknarleiknum. Heimamenn voru með ákveðið frumkvæði til að byrja með og náðu tveggja marka forystu strax í upphafi leiksins. Haukar voru aldrei langt undan og sýndu á köflum virkilega fínan varnarleik. Staðan var jöfn, 8-8, þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Liðin áttu nokkuð erfitt með að koma boltanum í netið og mikið var um sóknarfeila í hálfleiknum. HK var samt alltaf einu skrefi á undan gestunum og því var staðan 13-11 fyrir Kópavogsmenn í hálfleik. Haukar hófu síðari hálfleikinn mikið mun betur en heimamenn og skoruðu 8 mörk á fyrstu tólf mínútum hálfleiksins, en á sama tíma gerði HK aðeins eitt. Staðan breytist því í 19-14 fyrir gestina. Aron Rafn Eðvarðsson, marvörður Hauka, datt í gang og fór að verja vel. Heimamenn skoruðu annað mark sitt í síðari hálfleiknum þegar hann var tæplega hálfnaður og þá fóru þeir loks í gang. HK náði að breyta stöðunni í 19-18 og allt í einu var mikill spenna kominn í leikinn. Gestirnir náðu samt sem áður að halda HK-ingum frá sér og unnu að lokum fínan sigur 27-22. Fín byrjun hjá Haukum, en Nemanja Malovic, nýr leikmaður Hauka, var frábær í liði gestanna og skoraði 12 mörk.TölfræðiHK - Haukar 22-27 (13-11)Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/1 (16/3), Atli Ævar Ingólfsson 4 (6), Bjarki Már Elísson 3 (5/1), Atli Karl Backmann 2 (3), Tandri Már Konráðsson 2 (5), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Léó Snær Pétursson 1 (4), Hörður Másson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 7 (16/1, 3%), Arnór Freyr Stefánsson 3 (9 , 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Bjarki Már Elísson 2, Léó Snær, Atli Ævar og Ólafur Víðir)Fiskuð víti: 3 (Atli Ævar 2 og Atli Karl)Utan vallar: 2 mínúturMörk Hauka (skot): Nemanja Malovic 12 (15), Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1 (9/1), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Sveinn Þorgeirsson 3 (1), Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Freyr Brynjarsson 1 (3), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 0/0 (6, 0%.), Aron Rafn Eðvarðsson 14/2 (16/2 , 46%.)Hraðaupphlaup: 4 (Nemanja, Freyr, Einar Pétur og Stefán Rafn )Fiskuð víti: 2 (Heimir Óli og Stefán Rafn).Utan vallar: 8 mín
Olís-deild karla Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Sjá meira