Viðskipti innlent

Bankakerfið fær falleinkunn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lítið traust er á bankakerfinu í alþjóðlegum samanburði.
Lítið traust er á bankakerfinu í alþjóðlegum samanburði. Mynd/ Vilhelm G.
Ísland er í þriðja neðsta sæti af 143 ríkjum í heiminum þegar traust á bönkum í ríkjunum er metið. Einungis Úkraína og Írland eru fyrir neðan Ísland, en Írland er langneðst. Kanada er það ríki þar sem mest traust á bankakerfinu er og næstmest traust ríkir á bankakerfinu í Suður-Afríku samkvæmt niðurstöðunum. Af Norðurlöndunum er Finnland efst, í áttunda sæti, en Noregur er í þrettánda sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×