Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálagið hátt um þessar mundir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skuldatryggingarálagið er hátt um þessar mundir.
Skuldatryggingarálagið er hátt um þessar mundir.
Skuldatryggingarálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur hækkað nokkuð að undanförnu. Greining Íslandsbanka segir að skuldatryggingarálagið sé nú nokkuð hærra en meðaláhættulag á meðal þróaðra ríkja Evrópu, sé Grikkland undanskilið.

Í lok dags í gær stóð álagið í tæpum 319 punktum (3,19%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg gagnaveitunni og er það með því hæsta sem það hefur farið upp í frá áramótum. Í raun hefur það aðeins einu sinni farið hærra á árinu sem var um miðja síðustu viku, þegar það fór upp í 321 punkt, en lægst hefur álagið farið niður í 200 punkta sem var snemma í júnímánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×