Viðskipti innlent

Verðbólgan er 5,7%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tólf mánaða verðbólga er um 5,7%, eða um 0,7% hærri en hún var í síðasta mánuði, og án húsnæðis er hún um 5,5%. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september er 383 stig og hækkaði hún um 0,63% frá fyrri mánuði, en vísitalan án húsnæðis er 363 stig.

Hagstofan segir að sumarútsölum sé víðast lokið og verð á fötum hafi hækkað um 4,2% í september og verð á húsgögnum, heimilis- og raftækjum hafi hækkað um 2,3%. Þá hækkaði verði á dagvöru um 0,6%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×