Viðskipti innlent

Á annað hundrað félög skráð í ágúst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykjavík.
Reykjavík. Mynd/ GVA
Alls voru 110 ný einkahlutafélög skráð í ágúst síðastliðnum, en það er sami fjöldi og í ágúst í fyrra. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Fasteignaviðskipti. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 1.071 fyrstu 8 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um tæp 4% frá sama tímabili árið 2010 þegar 1.112 ný einkahlutafélög voru skráð.

Í ágúst síðastliðnum voru 12 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 19 fyrirtæki í ágúst í fyrra, sem jafngildir tæplega 37% fækkun á milli ára. Fyrstu 8 mánuði ársins er fjöldi gjaldþrota 950 sem er 52,5% aukning frá sama tímabilií fyrra, þegar 623 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Eftir bálkum atvinnugreina eru flest gjaldþrot í Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð það sem af er árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×