Innlent

Vinnuhópur myndaður til þess að þoka málum lögreglumanna í rétta átt

Fulltrúar Landssambands lögreglumanna áttu fund með fjármálaráðherra, ráðuneytisstjórum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytisins, meðlimum samninganefndarinnar og aðstoðarmanni fjármálaráðherra vegna óánægju lögreglumanna með úrskurð gerðadóms um kjaramál lögreglumanna.

Lögreglan gekk fylktu liði niður að ráðuneytinu en fulltrúar lögreglumanna höfðu sett sig í samband við ráðuneytið í gær og óskað eftir fundinum.

Á fundinum reifuðu aðilar sín sjónarmið opinskátt og deila áhyggjum af stöðu mála samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Ákveðið var að mynda vinnuhóp sem hefur störf þegar á morgun með það að markmiði að þoka málum áfram í réttan farveg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×