Viðskipti innlent

Skuldir ríkisins nema 1800 milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.803 milljörðum króna í lok júní síðastliðins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það svarar 111,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Að teknu tilliti til peningalegra eigna var hrein peningaleg eign ríkissjóðs, þ.e. peningalegar eignir umfram skuldir, neikvæð um 686 milljarða króna í lok þessa ársfjórðungs eða sem svarar 42,4% af áætlaðri landsframleiðslu ársins.

Til samanburðar var hrein peningaleg eign ríkissjóðs neikvæð um 35,5% af landsframleiðslu á sama ársfjórðungi í fyrra og 27,5% á sama ársfjórðungi 2009. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs versnaði því um 140 milljarða króna milli 2. ársfjórðungs 2010 og 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×