Viðskipti innlent

Átta milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birna Einarsdóttir bankastjóri kynnir ársreikning bankans.
Birna Einarsdóttir bankastjóri kynnir ársreikning bankans. Mynd/ Pjetur.
Íslandsbanki skilaði átta milljarða króna rekstrarhagnaði á fyrri helmingi ársins, samkvæmt endurskoðuðum reikningi bankans.

Eiginfjárhlutfall bankans var í lok júní 28% sem er töluvert hærra en það 16% lágmark sem Fjármálaeftirlitið hefur sett bankanum. Arðsemi eiginfjár var 12,9% sem er í takti við þá arðsemiskröfu sem Bankasýsla ríkisins gerir til  þeirra fjármálafyrirtækja sem stofnunin á eignarhluti í. 

Í reikningnum kemur frma að lausafjárhlutföll bankans voru samkvæmt skilgreiningu FME 38% og 21% í lok júní, en Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um að þessi hlutföll séu yfir 20% og 5%. Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 551 milljörðum króna, en innlán námu um 415 milljörðum króna. Heildarútlán í lok árs 2010 námu 546 milljörðum króna og innlán 423 milljörðum króna.

Áætluð opinber gjöld  tímabilsins nema um 2.8 milljörðum króna. Þar af nam áætlaður tekjuskattur um 2 milljörðum króna, atvinnutryggingagjald 371 milljónum króna, bankaskattur um 110 milljónum króna og nýr skattur til að fjármagna vaxtabætur vegna húsnæðislána 234 milljónum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×