Viðskipti innlent

Betri skil á ársreikningum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Setið að við ársreikningagerð.
Setið að við ársreikningagerð. Mynd/ Getty.
Mun fleiri fyrirtæki skila ársreikningum á réttum tíma nú en fyrir fimm árum síða. Þetta sýna nýjar tölur frá CreditInfo. Samkvæmt þeirra tölum var hlutfall þeirra sem skiluðu á réttum tíma 12,8% á árinu 2006 en hafði hækkað í 22,5% á síðasta ári. Skil á ársreikningum milli áranna 2009 og 2010 hækkaði um 4,8% og er fjöldi skilaskyldra félaga nánast sá sami á milli ára.

Creditinfo telur að ástæður þessa megi rekja til aukins eftirlits um skil ársreikninga sem og tilkoma sektarákvæðis sem gildir um skil á ársreikningum. Einnig hafi kröfur um gagnsæi og nýjar upplýsingar aukist í kjölfar efnahagshruns. Fyrirtæki sem eiga í lánsviðskiptum séu einnig nú frekar en áður í betri samningsstöðu þegar nýlegar upplýsingar úr ársreikningum liggja fyrir en slíkar upplýsingar hafa áhrif á CIP áhættumat fyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×