Landsbankinn "stútfullur af peningum" og vill lána meira Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. september 2011 19:11 Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum. Landsbankinn hagnaðist um rúmlega 24 milljarða króna, en ef svokallaður einskiptis hagnaður er tekinn út, þ.e hagnaður vegna endurmats á hlutabréfum og hagnaður vegna sölu eigna, eru þetta 10,7 milljarðar króna. Bankinn á mikið lausafé, en þar af eru rúmlega 100 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Stór hluti þess gjaldeyris fer þó í að greiða af skuldabréfi til skilanefndar bankans en Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans um þrjú hundruð milljarða króna vegna endurfjármögnunar bankans eftir hrunið. Sterk lausafjárstaða Landsbankans vekur þó nokkra athygli, en fram kom í máli Steinþórs Pálssonar, bankastjóra þegar uppgjörið var kynnt í dag, að bankinn vildi helst lána meira, en umhverfið í íslensku atvinnulífi og skortur á fjárfestingum stæðu því fyrir þrifum. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er 22,4 prósent sem er langt yfir kröfum FME, en það má samkvæmt kröfum eftirlitsins ekki vera lægra en 16 prósent. Ertu sammála staðhæfingunni að bankinn sé „stútfullur af peningum" ? „Já, það má alveg orða þetta þannig. Þetta er gríðarlega sterk staða og við myndum vilja koma meira af þessu lausafé út með lánum til góðra verkefna. Og við höfum verið að vinna í því um allt land," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri. Steinþór segir að bankinn skoði öll áhugaverð verkefni. T.d hafi bankinn nýlega lánað til verkefna á sviði laxeldis á landsbyggðinni. Hagnaður Landsbankans eftir skatta er 24 milljarðar króna, eins og áður segir. Eins og sést í grafík með fréttinni er það umtalsvert meiri hagnaður en hjá Arion banka og Íslandsbanka samanlagt. Bankinn hefur afskrifað 206 milljarða króna hjá fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Þar af eru stórar fjárhæðir til útvegsfyrirtækja. En hefði bankinn mátt ganga lengra til að taka félög yfir fremur en að vinna með eigendum þeirra? „Við hefðum getað verið miklu grimmari og tekið yfir fjölda fyrirtækja. (...) Við töldum heppilegra að aðstoða félögin svo þau hefðu sjálf svigrúm til að grípa til aðgerða til að styrkja sína stöðu," segir Steinþór. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum. Landsbankinn hagnaðist um rúmlega 24 milljarða króna, en ef svokallaður einskiptis hagnaður er tekinn út, þ.e hagnaður vegna endurmats á hlutabréfum og hagnaður vegna sölu eigna, eru þetta 10,7 milljarðar króna. Bankinn á mikið lausafé, en þar af eru rúmlega 100 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Stór hluti þess gjaldeyris fer þó í að greiða af skuldabréfi til skilanefndar bankans en Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans um þrjú hundruð milljarða króna vegna endurfjármögnunar bankans eftir hrunið. Sterk lausafjárstaða Landsbankans vekur þó nokkra athygli, en fram kom í máli Steinþórs Pálssonar, bankastjóra þegar uppgjörið var kynnt í dag, að bankinn vildi helst lána meira, en umhverfið í íslensku atvinnulífi og skortur á fjárfestingum stæðu því fyrir þrifum. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er 22,4 prósent sem er langt yfir kröfum FME, en það má samkvæmt kröfum eftirlitsins ekki vera lægra en 16 prósent. Ertu sammála staðhæfingunni að bankinn sé „stútfullur af peningum" ? „Já, það má alveg orða þetta þannig. Þetta er gríðarlega sterk staða og við myndum vilja koma meira af þessu lausafé út með lánum til góðra verkefna. Og við höfum verið að vinna í því um allt land," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri. Steinþór segir að bankinn skoði öll áhugaverð verkefni. T.d hafi bankinn nýlega lánað til verkefna á sviði laxeldis á landsbyggðinni. Hagnaður Landsbankans eftir skatta er 24 milljarðar króna, eins og áður segir. Eins og sést í grafík með fréttinni er það umtalsvert meiri hagnaður en hjá Arion banka og Íslandsbanka samanlagt. Bankinn hefur afskrifað 206 milljarða króna hjá fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Þar af eru stórar fjárhæðir til útvegsfyrirtækja. En hefði bankinn mátt ganga lengra til að taka félög yfir fremur en að vinna með eigendum þeirra? „Við hefðum getað verið miklu grimmari og tekið yfir fjölda fyrirtækja. (...) Við töldum heppilegra að aðstoða félögin svo þau hefðu sjálf svigrúm til að grípa til aðgerða til að styrkja sína stöðu," segir Steinþór.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf