Makedónía sló óvænt út heimamenn í Litháen á EM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2011 19:54 Makedónar fagna hér sigri í kvöld. Mynd/AP Makedónía tryggði sér óvænt undanúrslitaleik á móti Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í körfubolta í Litháen eftir tveggja stiga dramatískan sigur á gestgjöfum Litháen, 67-65, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Makedónía hefur aldrei áður komist svona langt í úrslitakeppni EM í körfubolta. Vlado Ilievski var hetja Makedóníu þegar hann skoraði þriggja stiga körfu 11,2 sekúndum fyrir leikslok og kom liði sínu yfir í 66-65. Litháen tókst ekki að skora í lokasókninni sinni og Ilievski setti niður síðasta stig leiksins af vítalínunni. Þetta voru einu stig Ilievski í seinni hálfleiknum en hann skoraði 12 stig í leiknum. Bo McCalebb var langstigahæstur hjá Makedóníu með 23 stig en Vojdan Stojanovski skoraði 15 stig og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Robertas Javtokas var stigahæstur hjá Litháen með 13 stig og Darius Songaila skoraði 12 stig en bakverðir liðsins voru ískaldir og liðið hitti aðeins úr 2 af 15 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Litháar tóku frumkvæðið í upphafi leiks og komust strax í 7-2. Makedónar komu strax til baka og héldu sér inn í leiknum og Litháen var bara tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 20-18. Litháar virtust vera komnir í fín mál þegar þeir komust sjö stigum yfir í öðrum leikhluta en Makedónar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í fjögur stig, 34-30, fyrir hálfleik. Þar munaði mest um leik bakvarðanna Bo McCalebb (14 stig) og Vlado Ilievski (8 stig) þar sem að miðherjinn sterki Pero Antic var í villuvandræðum. Vojdan Stojanovski sjóðhitnaði í seinni hálfleik og átti mikinn þátt í því að Makedónía komst yfir í þriðja leikhlutanum. Litháen var engu að síður 52-49 yfir fyrir lokaleikhlutann og það voru allir að bíða eftir því að Litháar myndur klára leikinn. Svo fór nú ekki. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi og úrslitin réðustu ekki fyrr en í blálokin þegar Litháar köstuðu frá sér varnarfrákasti og boltinn barst til Vlado Ilievski sem tryggði Makedóníu sögulegan sigur. Körfubolti Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Makedónía tryggði sér óvænt undanúrslitaleik á móti Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í körfubolta í Litháen eftir tveggja stiga dramatískan sigur á gestgjöfum Litháen, 67-65, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Makedónía hefur aldrei áður komist svona langt í úrslitakeppni EM í körfubolta. Vlado Ilievski var hetja Makedóníu þegar hann skoraði þriggja stiga körfu 11,2 sekúndum fyrir leikslok og kom liði sínu yfir í 66-65. Litháen tókst ekki að skora í lokasókninni sinni og Ilievski setti niður síðasta stig leiksins af vítalínunni. Þetta voru einu stig Ilievski í seinni hálfleiknum en hann skoraði 12 stig í leiknum. Bo McCalebb var langstigahæstur hjá Makedóníu með 23 stig en Vojdan Stojanovski skoraði 15 stig og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Robertas Javtokas var stigahæstur hjá Litháen með 13 stig og Darius Songaila skoraði 12 stig en bakverðir liðsins voru ískaldir og liðið hitti aðeins úr 2 af 15 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Litháar tóku frumkvæðið í upphafi leiks og komust strax í 7-2. Makedónar komu strax til baka og héldu sér inn í leiknum og Litháen var bara tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 20-18. Litháar virtust vera komnir í fín mál þegar þeir komust sjö stigum yfir í öðrum leikhluta en Makedónar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í fjögur stig, 34-30, fyrir hálfleik. Þar munaði mest um leik bakvarðanna Bo McCalebb (14 stig) og Vlado Ilievski (8 stig) þar sem að miðherjinn sterki Pero Antic var í villuvandræðum. Vojdan Stojanovski sjóðhitnaði í seinni hálfleik og átti mikinn þátt í því að Makedónía komst yfir í þriðja leikhlutanum. Litháen var engu að síður 52-49 yfir fyrir lokaleikhlutann og það voru allir að bíða eftir því að Litháar myndur klára leikinn. Svo fór nú ekki. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi og úrslitin réðustu ekki fyrr en í blálokin þegar Litháar köstuðu frá sér varnarfrákasti og boltinn barst til Vlado Ilievski sem tryggði Makedóníu sögulegan sigur.
Körfubolti Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira