Viðskipti innlent

Nýr yfirmaður framkvæmdasviðs

Pálmar Óli Magnússon er framkvæmdastjóri framkvæmdasviðsins.
Pálmar Óli Magnússon er framkvæmdastjóri framkvæmdasviðsins.
Pálmar Óli Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýstofnaðs framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Pálmar hefur undanfarin sex ár starfað sem framkvæmdastjóri millilandasviðs og staðgengill forstjóra hjá Samskipum hf. Frá árinu 1998 hefur hann gegnt ýmsum störfum hjá Samskipum.

Þar á meðal var hann framkvæmdastjóri rekstrarsviðs á árunum 2001-2005 og þróunarsviðs 2000-2003. Áður en Pálmar hóf störf hjá Samskipum starfaði hann í sex ár hjá VGK verkfræðistofu við hönnun og byggingu jarðvarmavirkjanna.

Pálmar er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hefur lokið framhaldsnámi Dipl.-Ing í vélaverkfræði frá Karlsruhe University og CS gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands.

Framkvæmdasvið er nýstofnað svið innan Landsvirkjunar og heyrir beint undir forstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×