Viðskipti innlent

Exista verður Klakki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á hluthafafundi í Exista sem haldinn var í dag var ákveðið að breyta nafni félagsins og heitir það nú Klakki ehf. Með nafnbreytingunni er verið að leggja áherslu á nýtt eignarhald og hlutverk félagsins.

Eftir nauðasamninga sem kröfuhafar félagsins samþykktu á síðasta ári er Klakki nú nær alfarið í eigu íslenskra og erlendra fjármálastofnana og lífeyrissjóða, segir í tilkynningu frá félaginu. Jafnframt hafa verkefni félagsins breyst og er sjónum nú einvörðungu beint að stýringu á núverandi eignasafni Klakka.

Helstu eignir félagsins eru Skipti hf., sem er móðurfélag Símans, Mílu og Skjásins, Vátryggingafélag Íslands , Líftryggingafélag Íslands og  Lýsing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×