Frakkar enduðu sigurgöngu Rússa og mæta Spánverjum í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2011 19:49 Tony Parker skoraði 22 stig fyrir Frakka í kvöld. Mynd/AFP Frakkar eru komnir í úrslitaleik Evrópumótsins í fyrsta sinn eftir átta stiga sigur á Rússum í kvöld, 79-71, í undanúrslitunum á EM í körfu í Litháen. Frakkar mæta Spánverjum í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Rússar spila á undan um bronsið við Makedóníumenn. Rússar voru búnir að vinna alla níu leiki sína á mótinu fyrir leikinn í kvöld. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir Frakka og Nicolas Batum var með 19 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Joakim Noah bætti við 7 stigum og 8 fráköstum og Nando de Colo var með 9 stig. Frakkar eru búnir að vinna alla þá leiki á mótinu sem Parker og Noah hafa spilað og franska liðið tryggði sér með þessum sigri sæti á Ólympíuleikunum í London. Andrei Kirilenko var með 21 stig fyrir Rússa, Timofey Mozgov skoraði 12 stig og Viktor Khryapa var með 9 stig og 5 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var jafn á flestum tölum. Rússar komust þremur stigum yfir, 8-11, en Frakkar svöruðu strax og jöfnuðu leikinn. Tony Parker kom Frökkum síðan einu stigi yfir, 17-16, fyrir lok leikhlutans með sínu níunda stigi í leiknum. Liðin héldu áfram að skiptast á því að hafa forystuna í öðrum leikhlutanum þar til að Frakkar náðu 11-2 spretti og komust átta stigum yfir, 39-31. Rússar enduðu hálfleikinn á þriggja stiga körfu og minnkuðu muninn í fimm stig, 39-35. Tony Parker var með 12 stig fyrir Frakka í fyrri hálfleiknum og miklu munaði að franska liðið setti niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Andrei Kirilenko leiddi aftur á móti rússneska liðið í stigum (9), fráköstum (3) og stoðsendingum (2) í hálfleiknum. Rússar skoruðu fimm fyrstu stig seinni hálfleiksins og jöfnuðu leikinn í 39-39. Andrei Kirilenko fékk þá sína þriðju villu í stöðunni 40-40 og þurfti að setjast á bekkinn. Frakkar nýttu sér fjarveru hans og náðu 8-0 spretti og leiddu síðan með átta stigum, 55-47, fyrir lokaleikhlutann. Frakkar náðu tólf stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans, 61-49 en það tók Rússa þó aðeins 47 sekúndur að koma muninum niður í sex stig, 61-55, og þeir voru ekki tilbúnir að gefast upp. Kirilenko fékk sína fjórðu villu þegar sex mínútur voru eftir. Nicolas Batum og Tony Parker léku líka lausum hala á þeim kafla og munurinn fór strax aftur upp í tíu stig. Rússar komu muninum niður í fimm stig, 69-64, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir en nær komust þeir ekki og Frakkar urðu fyrstir til vinna þá á Evrópumótinu í ár. Körfubolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Frakkar eru komnir í úrslitaleik Evrópumótsins í fyrsta sinn eftir átta stiga sigur á Rússum í kvöld, 79-71, í undanúrslitunum á EM í körfu í Litháen. Frakkar mæta Spánverjum í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Rússar spila á undan um bronsið við Makedóníumenn. Rússar voru búnir að vinna alla níu leiki sína á mótinu fyrir leikinn í kvöld. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir Frakka og Nicolas Batum var með 19 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Joakim Noah bætti við 7 stigum og 8 fráköstum og Nando de Colo var með 9 stig. Frakkar eru búnir að vinna alla þá leiki á mótinu sem Parker og Noah hafa spilað og franska liðið tryggði sér með þessum sigri sæti á Ólympíuleikunum í London. Andrei Kirilenko var með 21 stig fyrir Rússa, Timofey Mozgov skoraði 12 stig og Viktor Khryapa var með 9 stig og 5 stoðsendingar. Fyrsti leikhlutinn var jafn á flestum tölum. Rússar komust þremur stigum yfir, 8-11, en Frakkar svöruðu strax og jöfnuðu leikinn. Tony Parker kom Frökkum síðan einu stigi yfir, 17-16, fyrir lok leikhlutans með sínu níunda stigi í leiknum. Liðin héldu áfram að skiptast á því að hafa forystuna í öðrum leikhlutanum þar til að Frakkar náðu 11-2 spretti og komust átta stigum yfir, 39-31. Rússar enduðu hálfleikinn á þriggja stiga körfu og minnkuðu muninn í fimm stig, 39-35. Tony Parker var með 12 stig fyrir Frakka í fyrri hálfleiknum og miklu munaði að franska liðið setti niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Andrei Kirilenko leiddi aftur á móti rússneska liðið í stigum (9), fráköstum (3) og stoðsendingum (2) í hálfleiknum. Rússar skoruðu fimm fyrstu stig seinni hálfleiksins og jöfnuðu leikinn í 39-39. Andrei Kirilenko fékk þá sína þriðju villu í stöðunni 40-40 og þurfti að setjast á bekkinn. Frakkar nýttu sér fjarveru hans og náðu 8-0 spretti og leiddu síðan með átta stigum, 55-47, fyrir lokaleikhlutann. Frakkar náðu tólf stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans, 61-49 en það tók Rússa þó aðeins 47 sekúndur að koma muninum niður í sex stig, 61-55, og þeir voru ekki tilbúnir að gefast upp. Kirilenko fékk sína fjórðu villu þegar sex mínútur voru eftir. Nicolas Batum og Tony Parker léku líka lausum hala á þeim kafla og munurinn fór strax aftur upp í tíu stig. Rússar komu muninum niður í fimm stig, 69-64, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir en nær komust þeir ekki og Frakkar urðu fyrstir til vinna þá á Evrópumótinu í ár.
Körfubolti Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira