Vettel vonast eftir sigri í Singapúr 19. september 2011 14:15 Sebastian Vettel vann mótið á Monza á dögunum og er með 112 stiga forskot á Fernando Alonso í stigamóti ökumanna. AP MYND: Antonio Calanni Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu, forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 stefnir á sigur í næsta móti sem verður í Singapúr um næstu helgi. Vettel hefur unnið tvö síðustu mót á þessu keppnistímabili og er með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Alonso vann mótið í Síngapúr í fyrra. „Við höfum átt góð mót í Singapúr, sérstaklega í fyrra. Þá urðum við í öðru sæti, rétt á eftir Fernando. Ég elska brautina (í Singapúr), hún reynir á og það eru margar beygjur. Mótið er langt, það er heitt og þetta er næturkeppni, þannig að það er margt sem gerir mótið sérstakt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. Keppnin er á flóðlýstri braut og er áætluð ræsing mótsins klukkan átta að kvöldi að staðartíma, en í hádeginu að íslenskum tíma. „Bíllinn virðist mjög samkeppnisfær þarna, þannig að ég vona að við getum farið þangað og sigrað þetta árið. Það yrði sérstakt. Ef við skoðum meistaramótið, þá er nokkuð eftir af því og við erum í sterkri stöðu. Við eigum það skilið, af því við höfum unnið af kappi og gert fá mistök. Ef við ljúkum næstu keppni með meira forskot, en fyrir keppnina, þá höfum við staðið okkur vel. Við sjáum til", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu, forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 stefnir á sigur í næsta móti sem verður í Singapúr um næstu helgi. Vettel hefur unnið tvö síðustu mót á þessu keppnistímabili og er með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Alonso vann mótið í Síngapúr í fyrra. „Við höfum átt góð mót í Singapúr, sérstaklega í fyrra. Þá urðum við í öðru sæti, rétt á eftir Fernando. Ég elska brautina (í Singapúr), hún reynir á og það eru margar beygjur. Mótið er langt, það er heitt og þetta er næturkeppni, þannig að það er margt sem gerir mótið sérstakt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. Keppnin er á flóðlýstri braut og er áætluð ræsing mótsins klukkan átta að kvöldi að staðartíma, en í hádeginu að íslenskum tíma. „Bíllinn virðist mjög samkeppnisfær þarna, þannig að ég vona að við getum farið þangað og sigrað þetta árið. Það yrði sérstakt. Ef við skoðum meistaramótið, þá er nokkuð eftir af því og við erum í sterkri stöðu. Við eigum það skilið, af því við höfum unnið af kappi og gert fá mistök. Ef við ljúkum næstu keppni með meira forskot, en fyrir keppnina, þá höfum við staðið okkur vel. Við sjáum til", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira