Viðskipti innlent

Íslandspóstur kaupir Sendil

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heiðar Jón Hannesson hjá Sendill.is, Markús Guðmundsson hjá Sendill.is ásamt þeim Önnu Katrínu Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Markaðs- og sölusviðs Íslandspósts, Ingimundi Sigurpálssyni forstjóra Íslandspósts.
Heiðar Jón Hannesson hjá Sendill.is, Markús Guðmundsson hjá Sendill.is ásamt þeim Önnu Katrínu Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Markaðs- og sölusviðs Íslandspósts, Ingimundi Sigurpálssyni forstjóra Íslandspósts.
Íslandspóstur hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Sendill.is, sem sérhæfir sig í lausnum og þjónustu við rafræna viðskiptaferla og skeytamiðlun.  

Í fréttatilkynningu frá Íslandspósti segir að alkunn sé sú tæknilega þróun sem hafi átt sér stað undanfarin ár með yfirfærslu viðskiptaskjala frá pappír yfir í rafræn skjöl.  Íslandspósti sé umhugað um að fylgja þeirri þróun eftir og kaupin í Sendli.is séu liður í því.

Íslandspóstur fjarfesti jafnframt árið 2009 einnig í stóru og öflugu rafrænu dreifingar- og vistunarkerfi sem boðið verður upp á fyrir alla landsmenn á næstu mánuðum undir nafninu Mappan. 

Sendill.is sérhæfir sig í miðlun rafrænna reikninga og annarra viðskiptaskjala milli fyrirtækja og stofnana.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×