Viðskipti innlent

Nýtt fiskveiðiár gengur í garð

Mynd/Vilhelm
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst í dag. Úthlutuð þorskígildi nema í heildina 281.248 tonnum samanborið við um 261 þúsund og 100 þorskígildistonn á sama tíma í fyrra, reiknað á þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð.

Á heimasíðu Fiskistofu segir að þessa aukningu megi að mestu rekja til aukinnar úthlutunar í þorski og gullkarfa auk þess sem síld er úthlutað nú, en ekki var búið að gefa út leyfilegan heildarafla í síld á sama tíma í fyrra. Alls fá 612 skip úthlutað í ár samanborið við 637 skip á síðasta fiskveiðiári.

Mest fer til Kaldbaks frá Akureyri um 8.200 þorskígildistonn tæp þrjú prósent af heildaraflanum.  Að því er fram kemur hjá Fiskistofu fá 50 stærstu fyrirtækin úthlutað sem nemur um 84% af því aflamarki sem úthlutað er. HB Grandi fær mest úthlutað, líkt og í fyrra eða 10,4% af heildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×