Viðskipti innlent

Ætlar að stefna tuttugu huldufélögum

Ætlar að stefna huldufélögum.
Ætlar að stefna huldufélögum.
Allt bendir til þess að ríkisskattstjóri muni stefna tuttugu huldufélögum, sem skráð eru í Lúxemborg, fyrir dómstóla hér á landi samkvæmt Fréttatímanum í dag.

Þar kemur fram að meðal ástæðna sé sú að grunur leikur á að íslenskir eigendur félaganna hafi komið sér undan því að greiða skatt af hagnaði af sölu á íslenskum hlutabréfum líkt og lög gera ráð fyrir en eignarhaldsfélög í Lúxemborg eru skyldug til að greiða skatt af hagnaði af sölu íslenskra hlutabréfa.

Rannsókn skattsins snerist fyrst um að finna ársreikninga huldufélaganna til að gera sér grein fyrir umsvifum þeirra. Í framhaldi af þeirri vinnu var stjórnarmönnum félaganna sent erindi þar sem þeir voru beðnir að gera grein fyrir eignarhaldi á félögunum.

Heimildir Fréttatímans herma að heimtur svara hafi verið mjög misjafnar. Í sumum tilvikum hafi menn svarað greiðlega, sumir borið fyrir sig vanþekkingu á málunum en aðrir hreinlega ekki svarað.

Það eru félög í tveimur seinni tilvikunum sem verður stefnt fyrir dóm, að óbreyttu.

Hægt er að nálgast frétt Fréttatímans hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×