Viðskipti innlent

Umræðan um vörslusviptingar á villigötum

Formaður Lögmannafélags Íslands segir umræðu um vörslusviptingar vera á villigötum. Hann segir afskipti innanríkisráðuneytisins óeðlileg og ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.

Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands segir tilmæli innanríkisráðuneytisins vegna vörslusviptinga vera óeðlileg og ekki í samræmi við góða og vandaða stjórnsýsluhætti. Fjármögnunarfyrirtæki eigi rétt á að taka bifreið verði greiðslufall en greiðslur fyrir afnot af bifreiðinni er forsenda samninganna.

„Mér finnst óeðlilegt að sú staða komi upp að fólk noti bifreiðina áfram án þess að greiða nokkuð af henni og leggja svo til, eins og dómsmálaráðuneytið gerir, að afhenda ekki bifreiðina heldur láta fjármögnunarfyrirtækið fara í aðför að dómi, sem tekur marga mánuði og veldur miklu tjóni og kostnaði fyrir alla, þetta finnst mér óeðlileg umræða,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu.

Hann segir að auðvitað geti verið ágreiningur um upphæð greiðslna en að greiða ekkert af bifreiðinni og bíða eftir að farið sé í aðför sé ekki raunhæft.

„Það þýðir ekkert að fjármögnunarfyrirtæki fari í aðför fyrir 30 þúsund samningum ef menn neita að greiða, þetta er bara tóm della í þeim skilningi, og menn eiga bara að fara eftir því sem um er samið. Auðvitað getur það gerst að menn geti ekki greitt og þá á að skila bifreiðinni og takmarka tjónið fyrir sig og fyrirtækið,“ bætir hann við.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×