Viðskipti innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri greiðslukerfa Seðlabankans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.
Guðmundur Kr. Tómasson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri greiðslukerfa Seðlabanka Íslands.

Guðmundur hefur starfað á fjármálasviði Seðlabankans frá ágúst 2005, sem forstöðumaður greiðslukerfa og sem staðgengill framkvæmdastjóra fjármálasviðs bankans. Hann hefur unnið að yfirsýn, þróun og aðlögun innlendra greiðslumiðlunarinnviða í samræmi við tilmæli Alþjóðagreiðslubankans og að undirbúningi og framkvæmd aðgerða af hálfu SÍ vegna fjármálaáfallsins hvað varðar greiðslumiðlun.

Guðmundur starfaði á árunum 1998-2005 hjá Íslandsbanka sem aðstoðarmaður bankastjóra, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og lánastýringar. Þá var Guðmundur svæðisstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki á árinum 1990-1998.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×