Viðskipti innlent

Sparisjóður Svarfdælinga settur í söluferli

Mynd/Stefán Karlsson
Níutíu prósenta stofnfjárhlutur ríkisins í Sparisjóði Svarfdælinga hefur verið settur í söluferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HF Verðbréfum hf en fyrirtækið mun sjá um söluna fyrir hönd Bankasýslu ríkisins.

Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdælinga lauk í desember á síðasta ári og er stofnfé metið á rúmar fjögur hundruð og tuttugu milljónir. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út á hádegi, mánudaginn nítjánda september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×