Viðskipti innlent

Gengisáhrif koma hraðar fram í hækkun en lækkun vöruverðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Áhrifin koma hraðast fram fyrir flokk matvöru.
Áhrifin koma hraðast fram fyrir flokk matvöru.
Styrking krónunnar hefur minni áhrif til lækkunar á vöruverði heldur en veiking hennar hefur á hækkun á vöruverði. Þetta er meginniðurstaða rannsóknar sem Rannsóknasetur verslunarinnar gerði.

Niðurstöðurnar benda einnig til þess að áhrif gengisbreytinga koma hraðast fram fyrir flokk innfluttrar matvöru. Þau eru að mestu komin fram að fimm mánuðum liðnum. Fyrir aðra flokka sem kannaðir voru liðu um sjö til níu mánuðir þar til endanleg gengisáhrif höfðu að fullu komið fram.

Niðurstöðurnar renna þannig stoðum undir þær fullyrðingar sem oft er varpað fram um að viðbrögð fyrirtækja séu ólík eftir því hvort gengi styrkist eða veikist, en eins og fram kemur í greininni er slík hegðun fyrirtækja ekki sér íslenskt fyrirbæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×